10.6.2009 | 19:29
Heim með hana
Mér finnst þegar ókunnug manneskja kemur og setur skilyrði fyrir að vera hér þá sé kominn tími fyrir hana að kaupa sér far heim. það er ekki svo að það má alveg reka Valtý og leggja meiri peninga í þetta en ekki láta hana halda að hún ráði. Hvað verðu þá næst verður það að leggja niður Hæstarétt og heim með Alþingi og kannski að fá Norskan kveinkyns forseta búsetta í Frakklandi.
![]() |
Vill að ríkissaksóknari víki |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Þú ert fyndinn Friðrik. Hún er ekki ókunnug. Hún kom hingað til starfa vegna þrýstings frá íslenskum almenningi. Hún hefur gríðarlega reynslu í stórum efnahagsbrotamálum og líklega er það svo að það sem gert hefur verið rétt í málinu er að hennar undirlagi.
Þú ert kannski á vegum Exista?
Guðmundur St Ragnarsson, 10.6.2009 kl. 21:18
Hún er ekki ókunnug nema síður sé. Og hefur ekki sett skilyrði fyrir að vera hér nema að fá að standa í alvöru rannsókn, þar sem hún er fagmanneskja og hefur orðspor að vernda sem slíkan. En einhverra hluta vegna, er þessi stjórn með sömu annmörkum brennd og sú síðasta, að hreinlega leggjast á eitt að drepa alla rannsókn og fela alla glæpi sem kunna að hafa verið framdir. Skrítið Samspillingin var í báðum. ( Enda eina utanaðkomandi aðilinn, og eingöngu ráðin fyrir þrýsting frá fólkinu í landinu)
En eins og spillingin er í dag er vænlegast að leggja niður Alþingi, hæstarétt og allar aðrar stofnanir sem hafa verið undirseldir útrásar landráðapakkinu. Henni treysti ég allavega frekar en nokkurri sálu, úr fjórflokka samklíkunni.
Arnór Valdimarsson, 10.6.2009 kl. 21:28
hvað ertu eiginlega að fara maður?
Við höfum hingaðtil farið að ráðum ÍSLENDINGA og erum einmitt þessvegna að glíma við þetta rugl. Vilt þú meira af því sama eða viltu fá einhverja sem vit hafa á málum til að ráðleggja okkur?
Manneskjan er komin í fjölmiðla vegna þess að hún hefur bent á hvað mætti betur fara og stjórnvöld bregðast ekki við.
Það er mergurinn málsins
Sævar Finnbogason, 10.6.2009 kl. 23:12
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.